Héraðsskjalasafn Árnesinga

Myndasetur.is er ljósmyndavefur Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Megintilgangur vefsins er að gera ljósmyndasöfn sem afhent hafa verið á héraðsskjalasafnið aðgengileg almenningi, fræðimönnum og öllum þeim sem áhuga hafa á ljósmyndum.

Um 90.000 ljósmyndir eru á vefnum, bæði skráðar og óskráðar myndir í vörslu héraðsskjalasafnsins. Skráning ljósmyndanna er samvinnuverkefni starfsmanna héraðsskjalasafnsins og almennings. Því er mikilvægt að allir sem þekkja fólk eða viðburði sem festir hafa verið á filmu og eru á myndasetur.is hafi samband við okkur. Búið er að skanna yfir 100.000 ljósmyndir.

Ljósmyndaverkefnið er að hluta til samvinnuverkefni þriggja héraðsskjalasfna, þ.e. á Sauðárkróki, Egilsstöðum og Selfossi. Upphaf verkefnisins má rekja aftur til haustsins 2010 þegar söfnin skoðuðu möguleika á samstarfi um söfnun, skönnun og skráningu ljósmynda auk þess að sækja um styrk til verkefnisins til Alþingis auk þess sem sveitarfélögun leituðu til sveitarfélaga og menningarsjóða hvert á sínu svæði. Sveitarfélagið Árborg og Menningarráð Suðurlands hafa frá upphafi styrkt verkefnið í Árnessýslu. Um afrakstur verkefnisins fyrir árin 2011 til 2014 má lesa lesa hér:

Ljósmyndaverkefni áfangaskýrsla 2012
Ljósmyndaverkefni áfangaskýrsla 2013
Ljósmyndaverkefni áfangaskýrsla 2014

Verkefnið hlaut 15 m. króna styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti á árinu 2015 og skiptist upphæðin jafnt á milli safnanna. Meginmarkmið ársins 2015 var að bæta enn frekar leitarbærni og þá er verið að skoða samstarf við Landskerfi bókasafna.

Auk upplýsinga um ljósmyndir í vörslu Héraðsskjalasafns Árnesinga er hér að finna upplýsingar um héraðsskjalasafnið sjálft, verksvið þess og aðra starfsemi.


Opnunartími

Mánudaga 10:00 til 16:00
Þriðjudaga 10:00 til 16:00
Miðvikudaga lokað
Fimmtudaga 10:00 til 16:00
Föstudaga 10:00 til 16:00

Myndasetur Héraðsskjalasafns Árnesinga

Myndasetur.is er ljósmyndavefur Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Megintilgangur vefsins er að gera ljósmyndasöfn sem afhent hafa verið á héraðsskjalasafnið aðgengileg almenningi, fræðimönnum og öllum þeim sem áhuga hafa á ljósmyndum.

Um 90.000 ljósmyndir eru á vefnum, bæði skráðar og óskráðar myndir í vörslu héraðsskjalasafnsins. Skráning ljósmyndanna er samvinnuverkefni starfsmanna héraðsskjalasafnsins og almennings. Því er mikilvægt að allir sem þekkja fólk eða viðburði sem festir hafa verið á filmu og eru á myndasetur.is hafi samband við okkur.

Myndasetur.is er afrakstur af verkefni sem hófst haustið 2010 á héraðsskjalasafninu. Þá fór Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari um héraðið, ræddi við ljósmyndara og fjölskyldur þeirra um mögulega afhendingu á ljósmyndunum á Héraðsskjalasafn Árnesinga. Þá um haustið afhentu Jóhann Þór Sigurbergsson, Sigurður Jónsson og Tómas Jónsson stór filmusöfn á héraðsskjalasafnið. Margir fleiri fylgdu svo í kjölfarið og lítil og stór söfn voru afhent á skjalasafnið. Ljósmyndir Brynjólfs Björnssonar, Gísla Bjarnasonar, Herberts Gränz, Hjörts Kristinssonar og Jóns Sigurðssonar voru m.a. afhentar. Fyrir voru á héraðsskjalasafninu margt merkra mynda, ýmist á filmum, pappír eða glerplötum. Mikið hefur bæst við af myndum síðan. Stærsta afhendingin er ljósmyndasafn Ottó Eyfjörð sem telur rúmlega 60.000 ljósmyndir. Árið 2016 eru ljósmyndir í vörslu safnsins yfir 200.000 talsins. Enn tekur héraðsskjalasafnið við ljósmyndum, bæði stórum og litlum söfnum.

Haustið 2010 voru hérðasskjalasöfnin á Sauðárkróki, Egilsstöðum og Selfossi að skoða möguleika á samstarfi um söfnun, skönnun og skráningu ljósmynda og sóttu í því sambandi sameiginlega um styrk til Alþingis auk þess sem skjalasöfnin leituðu til sveitarfélaga og menningarsjóða hvert á sínu svæði um styrki vegna verkefnisins. Sveitarfélagið Árborg og Menningaráð Suðurlands hafa frá upphafi styrkt verkefnið sem hófst formlega í ársbyrjun 2011 og stendur enn.


Heimilisfang

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Austurvegi 2
800 Selfoss
Ísland

Símanúmer

482 1259

Um Myndasetur.is

Myndasetur.is er ljósmyndavefur Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Um 90.000 ljósmyndir eru á vefnum, bæði skráðar og óskráðar myndir í vörslu héraðsskjalasafnsins. Hér fyrir neðan er fjallað um uppbyggingu myndaseturs.is og leit á vefnum.

Uppbygging myndaseturs.is

Til að komast inn á ljósmyndavefinn er best að smella á bláa hnappinn.

Myndasetur.is

Þegar ljósmyndavefurinn er opnaður, opnast heildarsafnið, þ.e. myndir birtast sem smámyndir (e. thumbnails) og hægt er að skrunað niður síðuna. Ljósmyndirnar birtast ekki í neinni ákveðinni röð. Þarna eru myndir þeirra sem afhent hafa ljósmyndir á skjalasafnið.

Fyrir neðan hverja mynd er safnmark myndarinnar. Safnmark er kennitala myndar, en þar kemur fram afhendingarnúmer, upphafsstafir ljósmyndara/gefanda og einkvæmt númer. Dæmi: 2010_45_TJ_02486. Fyrstu fjórar tölurnar segja til um afhendingarár, næstu tölur tákna númer afhendingar innan árs, þá upphafsstafir ljósmyndara, í þessu tilfelli Tómas Jónsson. Þá koma fimm tölustafir sem eru raðnúmer myndar innan afhendingar. Safnmarkið er enn ekki á öllum myndum er verið er að setja það á allar myndir.

Ef músabendillinn er látinn yfir mynd birtist felligluggi, en í glugganum er myndatexti, lykilorð (geta verið eitt eða fleiri) og dagsetning. Dagsetningin vísar til síðustu breytinga sem gerðar voru á skráningu.

Ljósmyndasöfn

Í valbjálka til vinstri Ljósmyndasöfn er felligluggi þar sem nöfn allra ljósmyndara/myndasmiða koma fram í stafrófsröð. Í þeim tilfellum þar sem afhendingar ljósmyndara eru fleiri en ein er hægt að velja ákveðna afhendingu.

Leit í ljósmyndasöfn

Til að leita er farið efst í bjálkann til hægt þar sem stendur leit og þar er leitarorð skrifað, þá er ýtt á enter og leitarniðurstöður birtast. Meginreglan er að leitarorð sé í nefnifalli eintölu.

Þetta er almenn leit. Ef slegið er inn nafni, t.d. Guðmundur Sigurðsson, koma allar myndir þar sem Guðmundur Sigurðsson kemur fyrir, óháð því hvort nafnið sé í myndatexta, sé ljósmyndari eða heimildamaður.

Mikilvægt er að hreinsa út úr leitarglugganum, efst til hægi, þann texta sem er þar þegar verið er að leita. Á eftir öllum skipunum þarf að ýta á enter. Annars er hætt við því að skipanir hafa áhrif á þá leit og þær myndir sem koma upp þegar verið er að leita. Hægt er að setja orð í " " og senda and eða or í leitartexta til að útiloka eða víkka leit.

Nú er unnið að því að bæta leitarmöguleika enn frekar með ítarleit.

Við skráningu ljósmynda er notaður hugbúnaður frá FotoWare a.s. FotoStation er notað við skráningu ljósmynda og FotoWeb við birtingu ljósmynda á vefnum.


Opnunartími

Mánudaga 10:00 til 16:00
Þriðjudaga 10:00 til 16:00
Miðvikudaga lokað
Fimmtudaga 10:00 til 16:00
Föstudaga 10:00 til 16:00

Um ljósmyndaverkefnið

Á haustmánuðum 2010 sóttu Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum, Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki sameiginlega um styrk frá Alþingi til að vinna að skráningu ljósmynda í skjalasöfnunum og gera þær aðgengilegar fyrir landsmenn. Í söfnunum er varðveitt mikið magn ljósmynda, jafnt af einstaklingum sem atburðum. Styrkurinn sem sótt var um, og fékkst frá Alþingi, var sem svaraði til upphæð fullra atvinnuleysisbóta auk launatengdra gjalda fyrir sex stöðugildi, tvö á hverju safni í eitt ár. Þá nutu söfnin fjárstyrks frá sveitarfélögum sem að söfnunum standa þannig að greitt var fyrir vinnuaðstöðu, hugbúnaðarkaup, viðbót við launakostnað og annan kostnað sem af verkefninu hlaust.

Vinna hófst þegar í byrjun árs 2011 með ráðningu starfsfólks og skipulagningu verkefnisins. Héraðsskjalasöfnin gerðu með sér samstarfssamning í janúar 2011. Ákveðið var að kaupa FotoStation hugbúnað til að skrá ljósmyndasöfnin. Við val á hugbúnaði var leitað í smiðju Þjóðminjasafns Íslands, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Akraness og Ljósmyndasafns Ísafjarðar og líka út fyrir landsteinana. FotoStation tryggir utanumhald og leitarbærni í ljósmyndasöfnunum, er einfalt og skilvirkt og þá er til vefviðmót svo hægt sé að birta ljósmyndirnar á vefnum. Jafnframt var aflað upplýsinga um viðurkennda staðla sem notaðir eru við skráningu ljósmyndasafna, gæði skönnunar og varðveislu myndanna til framtíðar.

Undir lok árs 2011 var sótt um framhaldsstyrk til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Varð niðurstaðan sú að verkefnið fékk kr. 15.000.000,- á fjárlögum ársins 2012 og sömu upphæð á fjárlögum ársins 2013, 2014 og 2015 sem markar lok verkefnisins. Upphæðinni er deilt jafnt niður á héraðsskjalasöfnin þrjú.

Sveitarfélagið Árborg hefur allt frá upphafi stytt myndarlega við verkefnið og á þakkir skyldar. Menningarráð Suðurlands studdi verkefni frá 2011 til 2014.

Á sama tíma og héraðsskjalasöfnin sóttu um styrk frá Alþingi, þ.e. haustið 2010, fór Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari um Suðurlandsundirlendið og víðar og ræddi bæði við ljósmyndara og fjölskyldur ljósmyndara um mögulega afhendingu á myndum á héraðsskjalasafnið. Stærstur hluti þeirra ljósmynda sem núna eru á vefnum er tengjast heimsóknum Gunnars. Segja má að Gunnar hafi þarna unnið mikilvægt frumkvöðlastarf þegar horft er til varðveislu og aðgengi almennings að ljósmyndum á Suðurlandi. Traust og tiltrú manna á verkefninu skiptir miklu málí í þessu sambandi og ljóst að reynsla og þekking Gunnars skipti sköpum. Í kjölfarið afhentu Jóhann Þór Sigurbergsson, Sigurður Jónsson og Tómas Jónsson myndasöfn sín á héraðsskjalasafnið en þessi söfn eru hryggjarstykkið í ljósmyndasafninu ásamt ljósmyndasafni Ottó Eyfjörð sem var að fullu afhent 2015. Ljósmyndasöfn þessara fjögurra manna eru rúmlega helmingur af þeim ljósmyndum sem varðveittar eru á skjalasafninu.

Tómas Jónsson, Jóhann Þór Sigurbergsson og Gunnar Gränz hafa komið að skráningu á myndasöfnum sínum með miklum myndarskap. Margir einstaklingar hafa þar fyrir utan aðstoðað okkur við skráningu og það bera að þakka. Skráning ljósmynda er eins og áður hefur komið fram samvinnuverkefni ljósmyndarana/myndasmiðanna, almennings og starfsmanna skjalasafnsins.

Umfang verkefnisins hefur á þessum fjórum árum margfaldast. Opnun myndasetur.is vorið 2013 markaði ákveðin kaflaskil en með opnun vefsíðunnar er ljósmyndum í vörslu safnsins miðlað til almennings. Samkvæmt 20. gr. nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 ber söfnunum að miðla efni sem telst mikilvægt fyrir þjóðarsöguna eða sögu byggðarlaga. Myndasetur.is er gluggi inn í fortíðina og gefur okkur tækifæri á að skoða þróun byggðar og búsetuhátta á Suðurlandi.
Heimilisfang

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Austurvegi 2
800 Selfoss
Ísland

Símanúmer

482 1259

Höfundaréttur

Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með höfundaréttarmálefni, sbr. sbr. 10.gr reglugerðar nr. 3/2004 um Stjórnarráð Íslands.

Höfundaréttur er skilgreindur í höfundalögum sem eignarréttur höfundar á verki með þeim takmörkunum, sem í lögunum greinir. Höfundaréttur á m.a. við um ljósmyndalist og ljósmyndir, sama á hvern hátt og í hvaða formi myndir eru birtar, sbr. 1 gr. laga nr. 73/1972.

Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt. Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni sbr. 4 gr.

Höfundalög nr. 73/1972.


Opnunartími

Mánudaga 10:00 til 16:00
Þriðjudaga 10:00 til 16:00
Miðvikudaga lokað
Fimmtudaga 10:00 til 16:00
Föstudaga 10:00 til 16:00

Gjaldskrá

Gjaldskrá ljósmyndavefs Héraðsskjalasafns Árnesinga á bæði við myndasölu og myndaleigu, þ.e. birtingu mynda vegna sýninga og/eða útgáfu. Við birtingu mynda frá Héraðsskjalasafni Árnesinga skal alltaf geta ljósmyndara og hvaðan myndirnar eru fengnar sbr. sæmdarrétt ljósmyndara o.s.frv.

Héraðsskjalasafn Árnesinga fer með höfundarétt á ljósmyndum á vef safnsins. Lánþegi hefur aðeins rétt til að birta mynd einu sinni og þá er óheimilt að framselja mynd til birtingar. Myndir á myndasetur.is eru höfundaréttarvarðar. Fjölföldun og/eða birting er óheimil án skriflegs leyfis. Birting og dreifing á myndum til einkanota, þ.e. á myndum sem eru keyptar er óleyfileg. Verð á myndum ráðast einnig af fjölda mynda sem pantaðar eru hverju sinni.

Myndasala

Prentun á ljósmyndapappír
 • Stærð 10 x 15 sm 1.800 kr.
 • Stærð 13 x 18 sm 2.100 kr.
 • Stærð 18 x 24 sm 3.400 kr.
 • Stærð 21 x 30 sm 4.100 kr.

Allar myndir eru prentaðar á mattan Fujicolor Crystal Archive pappír. Öll prentun er unnin hjá Filmverki Austurvegi 4 á Selfossi. Hægt er að fá myndirnar stærri sé þess óskað.

Strigaprentun

 • Stærð 20 x 30 sm 10.500 kr.
 • Stærð 30 x 45 sm 12.700 kr.
 • Stærð 40 x 60 sm 21.000 kr.

Hægt er að fá myndir í allt að 100 x 150 sm í strigaprentun. Allar myndir eru prentaðar á úrvals striga og lakkaðar. Öll strigaprentun er unnin hjá Filmverki Eyrarvegi 38 á Selfossi.

Myndaleiga

Myndaleiga tekur til útgáfu, t.d. bóka sem birtingu mynda á sýningum, söguskiltum o.þ.h.

 • Ljósmynd í höfundarétti 12.450 kr.
 • Ljósmynd sem fallin er úr höfundarétti 6.300 kr.
 • Stærð mynda segir líka til um verð.

Myndvinnsla

Myndvinnsla s.s. skönnun, stækkun og litgreining umfram það sem getið er að ofan þarf að greiða sérstaklega fyrir. Birting ljósmynda á vefmiðlum, vegna auglýsinga o.s.frv. fylgir verðskrá myndstefs.


Heimilisfang

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Austurvegi 2
800 Selfoss
Ísland

Símanúmer

482 1259

Skönnun ljósmynda

Skönnun ljósmynda er vandasamt verk. Mikilvægt er að fylgja ákveðnum verklagsreglum og tryggja að gæði skönnunar og skráarsnið sé rétt. Hér er greint frá þeim aðferðum sem notaðar eru á héraðsskjalasöfnunum þremur sem taka þátt í ljósmyndaverkefninu, þ.e. Héraðsskjalasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Í upphafi verkefnisins var m.a. leitað ráða hjá Ljósmyndasafni Íslands, Ljósmyndasafni Reykjavíkur Ljósmyndasafni Akraness og Héraðsskjalasafni Ísfirðinga auk þess sem leitað var út fyrir landsteinana.

Ljósmyndir, þ.e. hverskonar filmur eða pappírskópíur eru skannaðar inn í 300 punkta (e. pixels) upplausn eins nálægt 210 x 297 mm (A4) og hægt er. Það sem þarf að hafa í huga er:

 • Stærð á filmu/pappírskópíu sem látin er í skannan
 • Stærð á filmu/pappírskópíu þegar hún er skönnuð
 • Upplausn sem skannað er í, þ.e. fjöldi punkta/eininga á tommu (e. dpi, dots per inch)
 • Svarthvít mynd eða litmynd - en þá þarf að athuga litarásir (e. bit per color)

Mismunandi stærðir á filmum eða pappírskópíum þýða því mismunandi stillingar á skannanum sem verið er að nota. Það er mikill munur á því að skanna inn 35mm filmu eða 10x15sm pappírskópíu m.t.t. stærðar á skönnuðu myndinni og þess vegna þarf að breyta stillingum á skannanum. Sumir hafa brugðið á það ráð að skanna myndirnar inn í hærri upplaus, t.d. 600 eða 1200 punktum (dpi). Myndin er eftir sem áður jafn stór! Það er ekki nóg að skanna myndirnar inn í hærri upplausn. Lágmarksstærð á langhlið og skammhlið mynda er:

 • Langhlið myndar er að lágmarki 297mm
 • Skammhlið myndar er að lágmarki 210mm

Þessi stærð er næganleg m.t.t. gæða fyrir útgáfu á myndunum, hvort heldur það er á pappír eða rafrænu formi. Sem auka eintak, rafrænt frumrit, er þessi stærð mynda einnig nægjanleg. Þessi viðmið þýða í raun að við erum að stækka frummyndirnar margfalt. 35mm filma er stækkuð um rúmlega 880% og gæði myndarinnar eru betri samanborið við skönnun á sömu mynd í raunstærð og 1200 punkta upplausn.

Skráarformið er Tiff og eru allar myndir varðveittar á því formi. Tiff er kerfisóháð skráarfom og þjappar ekki myndum eins og t.d. JPEG eða JPEG–2000. Tiff skrár eru fyrir bragðið fyrirferðameiri en gæðin eru líka að sama skapi meiri.

Skönnun má líka líta á sem varðveislu og rafrænt eintak af mynd er gott vinnueintak sem hægt er að nota aftur og aftur, senda á milli manna, prenta út ef þarf o.s.frv. Nú er farið að tala um rafrænt frumeintak í þessu sambandi. Myndin/filman er á sama tíma varðveitt á ábyrgan hátt og hlíft við allri notkun. Staðreyndin er sú að filmur eyðileggjast og það er verið að grípa inn í það ferli og í sumum tilfellum þarf að endurskapa það sem er eða var á filmunni.

Endingartími ljósmynda ræðst af þrennu: Varðveisluaðstæðum, meðhöndlun og sjálfu efninu, þ.e. stöðugleika þess. Ljósmyndaefnin skiptast í grunnefni, ljósnæmefni, lífræn litarefni og bindiefni. Grunnefnið, í stærstum hluta þeirra ljósmyndasafna sem afhent hafa verið á héraðsskjalasöfnin þrjú, er úr plasti (sellulósanítrati og sellulósaasetati). Þá eru það pappírskópíur og skjalasöfnin eiga einnig eitthvað af glerplötum. Lífræn litarefni hafa tilheigingu til að upplitast, jafnvel í myrkri. Litir endast misvel og litajafnvægi raskast. Myndir verða oft rauðleitar/bláleitar og geymslutími filma um 40 ár. Skönnun og litgreining er nú að bjarga myndum sem annars eyðileggjast á næstu árum.

Í skjalasöfnunum er leitast við að hægja á þessu ferli með ýmsum ráðum. Filmur eru varðveittar í sýrulausum umbúðum í öskjum og við jafnt hita- og rakastig.


Opnunartími

Mánudaga 10:00 til 16:00
Þriðjudaga 10:00 til 16:00
Miðvikudaga lokað
Fimmtudaga 10:00 til 16:00
Föstudaga 10:00 til 16:00

Skjalaskrár

Ætlunin er að skjalaskrár Héraðsskjalasafns Árnesinga verði aðgengilegar á vefnum. Hér fyrir neðan er bent á þær reglur sem notaðar eru við skráningu skjala, en mikilvægt er að öll skráning, meðferð og frágangur skjala sé með þeim hætti að áreiðanleiki skjala sé tryggður o.s.frv.

Upprunareglan er grundvallarvinnuregla nútímalegrar skjalavörslu.

Skjalasafni embættis, stofnunar, einstaklings eða lögpersónu skal haldið út af fyrir sig án viðauka og úrfellinga þannig að sú skipan sem það hafði hjá þeim sem myndaði skjalasafnið haldist óbreytt

Upprunareglan kveður á um að hverju skjalasafni skuli haldið óskertu út af fyrir sig, þ.e. að ytri skipan sé haldið. Skjalasöfnum er ekki blandað eða ruglað saman.

Þá skal skjalasafni ekki raðað upp á nýtt miðað við það sem var hjá þeim sem myndaði skjalasafnið, þ.e. innri skipan þess er haldið. Þ.e.a.s. skjalasafni er ekki raðað upp á nýtt eða fiktað við upprunalega röð þess.

Upprunareglan á rætur aftur á 18. öld í stjórnsýslu Danmerkur, Frakklands, Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Hún á við hvort sem um er að ræða opinber skjalasöfn eða einkaskjalasöfn.

Nú eru öll skjalasöfn skráð skv. upprunareglunni og alþjóðlegum stöðlum um skráningu skjala og unnið er að skráningu á eldri skjalasöfnum í samræmi við upprunaregluna og kröfur staðla sem ICA (Alþjóðaskjalaráðið) hefur sett.

Staðlarnir sem unnið er eftir eru ISAD-G og ISAAR.

ISAD-G er notaður við skjalaskráningu. Sjá nánar um ISAD-G.

ISAAR er notaður þegar gerðar eru greinargerðir með skjalasöfnum og tekur til þeirra upplýsinga sem koma eiga fram í greinargerðinni. Sjá nánar um ISAAR.


Opnunartími

Mánudaga 10:00 til 16:00
Þriðjudaga 10:00 til 16:00
Miðvikudaga lokað
Fimmtudaga 10:00 til 16:00
Föstudaga 10:00 til 16:002016 ©